FeEL EWoS

 

 

 

 

Italy United Kingdom.svg Croatia.svg Iceland.svg Portugal.svg Spain.svg Turkey.svg

 

 

Í fjölda greina og í rannsóknaskýrslum kemur fram að líkamlegar æfingar fólks séu gagnlegar meðal annars til að minnka áhættu á sjúkdómum og til að bæta lífsgæði fólks almennt. Á sama tíma er hátt hlutfall Evrópubúa, sem stunda engar líkamlegar æfingar. Þetta veldur áhyggjum og á það við bæði um fullorðna og börn.

Verkefni það sem hér er kynnt hefur vaxið fram meðal hóps vísindafólks sem starfar á ýmsum sviðum félags- og heilbrigðisvísinda. Þar höfðu menn mikinn áhuga á líkamlegri þjálfun. Allir í hópnum höfðu stundað íþróttir á yngri árum og voru enn að því á fullorðins aldri. Þetta gerði vísindafólkið þar sem það taldi mikilvægt fyrir heilsuna og bætt lífsgæði að stunda líkamlega hreyfingu. Fyrir suma úr hópi vísindafólksins voru rannsóknir á líkamlegri hreyfingu helsta viðfangsefni þeirra á vettvangi vísinda og var markmiðið að gera grein fyrir því að regluleg hreyfing og æfingar ásamt íþróttaiðkun ungmenna, fullorðinna og fólks á efri árum, væri mjög mikilvæg. Bentu þau á að það er aldrei of seint eða snemma af stað farið til að gera eitthvað fyrir eigin heilsu.

Vísindafólkið ákvað að sækja um framlag frá Evrópusambandinu til verkefnis sem hefði að markmiði að hvetja Evrópubúa til að koma á heilbrigðum lífsháttum með tilliti til hreyfingar. Með því móti kom vísindafólkið á framfæri skoðunum sínum og áhuga á þessu máli. Að styðjast við viðeigandi vísindalegar skýrslur, byggja á eigin reynslu og að fylgjast með í umhverfinu, er að þeirra mati góð leið til að snúa þeirri alvarlegu þróun sem á sér stað í Evrópu, sem varðar áhugaleysi um íþróttir. Það að koma á líkamlegri hreyfingu á dagskrá hjá fólki á unga aldri og tengja það við skemmtun, en um leið að ná til allra í fjölskyldu unga fólksins, var haft að leiðarljósi.

Hugmyndin sem lögð var fram var strax vel tekið af samstarfsaðilum frá 6 mismunandi Evrópulöndum. (Ítalíu, Portúgal, Tyrklandi, Íslandi, Króatíu og Spáni). Allir þátttakendurnir taka virkan þátt í að þróa margvíslega þætti í verkefnisins: „Evrópuvika íþrótta“ (the European Week of Sport (EWoS), „Fjölskyldulíf Evrópsku íþróttavikunnar“ (Families Live European Week of Sport (FeEL EWoS)). Verkefnaheitið og skammstöfunin endurspeglar hugmyndina um að Evrópskar fjölskyldur ættu að „lifa“ og „hafa tilfinningu“ um að EWoS sé viðburður sem hægt er að fagna mikilvægi líkamlegrar hreyfingar og þörfinni að á vera tengdur við aðra og fá hvatningu til dáða.

Þungamiðjan í verkefninu er skipulagning á Evrópskri íþróttakeppni fyrir börn á aldrinum 6 til 14 ára, sem fer fram á sama tíma í löndunum 6 sem standa að verkefninu. Þetta á sér stað á sama tíma og EWoS eða á tímabilinu 19. til 25. september 2016. Þá munu 12.000 börn taka þátt í námskeiði sem tengist þema sem kynnt er af EWoS og munu þau síðan taka þátt í margvísilegum íþróttum. Um helgina munu síðan íþrótta og tómstundahátíð fyrir fjölskylduna, eiga sér stað þar sem skipulögð verðu þátttaka allrar fjölskyldunnar, eða um 24.000 manna í löndunum 6. Þá er fyrirhuguð þátttaka um 180 sjálfboðaliða, eða Sendiherra íþrótta iðkunnar, en þeir munu gera mögulegt að fram fari þeir viðburðir sem áætlaðir eru og sem munu auka hróður líkamlegra æfinga til bættra lífsgæða.

Þáttur nýsköpunar í þessu verkefni er einna helst í tengslum við umfangsmikla notkun internetsins og samfélagsmiðla til að vekja áherslu á íþróttaviðburðinn og til að auka meðvitund um gagnsemi reglulegrar líkhamlegrar hreyfingar. Þá má nefna sérstaklega einn þátt verkefnisins sem hefur í för með sér líkamlega hreyfingu barna í hinum 6 evrópsku löndum sem verður sjónvarpað á YouTube og á öðrum samfélagsmiðlum, til að gefa foreldrum og ættingjum og raunar öllum heiminum, hvar sem er, möguleika á að sjá börnin stunda íþróttir.

Það vekur athygli hér að verkefni þetta er fjármagnað að mestu leiti (80%) af Evrópusambandinu eða með um 37 milljónir (€267.442) og erum við þess vegna að leita að annarri fjármögnun aðila sem kunna að hafa áhuga á að styðja við restina eða 20% sem svarar til um 9 milljónum (€66.856). Allri upphæðinni eða að hluta til.

Við fulltrúar landanna 6 munum leggja okkar að mörkum til að stuðla að breytingu á lífsvenjum um 12.000 barna, sem við teljum að síðan hvetji fjölskyldur þeirra til dáða. Þetta gæti vel haft í för með sér að hvetja allan heiminn til að fylgja góðu fordæmi.

Gjörið svo vel að „finna“ EWoS, verða fyrir hvatningu og leggja ykkar að mörkum til að meiri hreyfanleika í heiminum.

Project Partners

 

 

Aggiungi commento


Codice di sicurezza
Aggiorna